Patrekur Loki Magnússon Moss tók á mánudaginn sitt fyrsta beltapróf og stóð sig mjög vel en hann hóf að æfa júdo snemma á þessu ári. Patrekur er níu ára og var að fá sína fyrstu strípu sem er græn eins og gráðukerfi JSÍ segir til um en litirnir á strípunum segja til um aldur judoka og fjöldi þeirra segja til um hve lengi hann hefur æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári.