Norðurlandameistaramótið 2020 á Íslandi

Nú eru aðeins tæpir tveir mánuður í Norðurlandameistatamótið og ef Covid-19 truflar það ekki meira en komið er þá verður það haldið í Laugardalshöllinni dagana 12 og 13 september. Allar norðurlandaþjóðirnar hafa staðfest þátttöku og eru nokkrar þeirra með um og yfir sextíu keppendur svo það stefnir í fjölmennt og sterkt mót. Þið sem ætlið ykkur að komast á verðlaunapall þurfið því að nýta tímann vel og æfa af kappi fram að móti og helst hvern einasta dag annað dugar ekki til. Hér eru nokkrar myndir frá landsliðsæfingunni á föstudaginn og auglýsing af vef JSÍ frá mótinu.