Íslandsmótið 2021 í sveitakeppni (liðakeppni) verður haldið laugardaginn 20. nóvember á Selfossi og fer það fram í íþróttahúsi Vallaskóla. Keppt verður í karla og kvennaflokkum í aldursflokkunum U15 (11-14 ára), U18, U21 og senioraflokki og mun JR senda lið í alla aldursflokka. Mótið hefst kl. 11 og mótslok áætluð um kl. 16 en nánari tímasetning að lokinni skráningu. Skráningarfrestur er til miðnættis 15. nóvember. Vigtun fer fram hjá JR föstudaginn 19. nóv. frá 18 -19. Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum frá sveitakeppninni 2019 en 2020 féll hún niður vegna Covid-19.