Sveinbjörn Iura keppti í morgun á Dusseldorf Grand Slam. Hann sat hjá í fyrstu umferð en mætti svo Sotelo Angeles frá Peru í annari umferð. Sotelo sótti ýfið meira í fyrstu og eftir umþaðbil mínútu komst hann yfir er hann skoraði wazaari með seoinage kasti. Sveinbjörn var þó ógnandi í gólfglímunni og var í tvígang nærri búin að komast í fastatak í framhaldi af misheppnaðri sókn Sotelo og í þriðja skiptið bar gólfglíman árangur er Sveinbjörn snéri Sotelo á bakið eftir góðan undirbúning og sigraði hann örugglega með öflugu fastataki. Þar með var Sveinbjörn kominn í 32 manna úrslit og mætti þar Tékkanum Jaromir Musil. Þar virkaði Sveinbjörn sterkari aðilinn og náði fínum tökum en í einni sókn hans sem gekk ekki upp lendir hann á maganum og Jaromir kemst í góða stöðu í gólfglímunni og vinnur vel úr henni og kemst í armlás og Sveinbjörn varð að gefast upp eftir öfluga mótspyrnu. Þessi árangur Sveinbjörns í dag gefur honum 120 punkta en nýr heimslisti verður gefinn út á mánudaginn og þá kemur í ljós hver staða hans verður á honum. Það er gaman að geta þess að félagi okkar frá Svíþjóð, Robin Pacek (-81 kg) átti frábæran dag en hann sigraði fimm andstæðinga af sex og tók bronsverðlaunin og eru það fyrstu verðlaun hans á Grand Slam móti. Líklega hefur hann með því komist yfir 2.000 Ol. punkta og nánast tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikanna í sumar en 18 efstu á listanum eru öruggir inn auk þeirra sem komast inn á álfukvóta. Robin var með 1.669 Ol. punkta fyrir þetta mót og inni á leikunum í gegnum álfukvóta sem hann mun þá ekki þurfa að nota og einhver annar fær þann rétt. Hér eru öll úrslitin.