Logi, Kjartan, Hrafn og Breki til Tékklands

Logi Haraldsson, Kjartan Hreiðarsson, Hrafn Arnarsson og Breki Bernhardsson fara í fyrramálið til Tékklands og taka þar þátt í OTC æfingabúðunum í Nymburk. Þeir verða þar við æfingar í viku þar sem æft verður tvisvar á dag ásamt fjölmörgum af bestu júdomönnum og konum heims og koma þeir aftur heim næstu helgi. Þátttaka þeirra í æfingabúðunum er meðal annars liður í undirbúningi fyrir norðurlandamótið sem verður í Reykjavík 25 og 26 apríl næstkomandi. Árni Lund og Egill Blöndal áttu einnig að fara en komust ekki að þessu sinni og Sveinbjörn Iura er áleið til Marrakó þar sem hann tekur þátt í Rabat Grand Prix næstu helgi.