DUSSELDORF GRAND SLAM 2020

DUSSELDORF GRAND SLAM 2020 hófst í morgun og er Sveinbjörn Iura á meðal keppenda og Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari er honum til aðstoðar. Sveinbjörn keppir á morgun laugardag og hefst keppnin kl. 8:30 að íslenskum tíma. Dregið var í gær og eru 67 keppendur í 81. kg flokknum. Sveinbjörn sem er í 88. sæti heimslistans (WRL) mætir Sotelo Angeles frá Peru en hann situr í 74 sæti. Ef vel gengur þá mætir Sveinbjörn að öllum líkindum Tékkanum Jaromir Musil en hann er í 51. sæti. Þátttakendur eru fjölmargir eins og alltaf á þessum Grand Slam mótum en þeir eru 670 frá 5 heimsálfum og 116 þjóðum. Karlarnir eru 401 og konurnar eru 269. Hægt er að horfa á mótið í beinni útsendingu og á Sveinbjörn 25 viðureign á Mat 1 en sjá nánar hér.