Á Opna Finnska mótinu sem lauk í dag vannst því miður ekkert gull en við unnum til fernra silfurverðlauna og tólf bronsverðlauna. Í senioraflokki vann Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg til silfurverðlauna en aðrir sem unnu til verðlauna í senioraflokki voru þau Ingunn Sigurðardóttir -70 kg, Árni Lund -81 kg, og Matthías Stefánsson -90 kg en þau unnu öll til bronsverðlauna. Í U21 árs unnu til bronsverðlauna þeir Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg, Kjartan Hreiðarsson -73 kg, Andri Ævarsson -81 kg og Matthías Stefánsson -90 kg og í U18 voru með bronsverðlaun þau Aðalsteinn Björnsson -66 kg, Helenna Bjarnadóttir -70 kg og Jakub Tomczyk -81 kg. Í aldursflokknum U15 unnust þrenn silfurverðlaun og voru það þau Romans Psenicnijs -60 kg, Elías Þormóðsson -46 kg og Helena Bjarnadóttir +63 kg sem fengu silfurverðlaun og Weronika Komandera -52 kg og Mikael Ísaksson -66 kg unnu til bronsverðlauna. Daníel Dagur Árnason ætlaði að keppa í -60 kg flokki varð að keppa flokk uppfyrir sig þar sem ekki var næg þátttaka í hans flokki en því miður varð hann fyrir meiðslum þar og varð að hætta keppni og það gerði Weronika Komandera einnig í U18 -52 kg þar sem hún fann fyrir meiðslum í fæti en hún hafði fyrr um daginn keppt í aldursflokki U15. Hér má finna öll úrslitin og hér neðar eru myndir frá verðlaunaafhendingunni.
 - Ingunn -70 kg 
 - Ingólfur -66 kg 
 - Árni Lund -81 kg 
 - Matthías -90 kg 
 - Ingólfur U21 -66 kg 
 - Kjartan U21 -73 kg 
 - Andri U21 -81 kg 
 - Alli Kalli U18 -66 kg 
 - Helena U18 -70 kg 
 - Jakub U18 -81 kg 
 - Elías U15 -46 kg 
 - Romans U15 -60 kg 
 - Mikael U15 -66 kg 
 - Weronika U15 -52 kg 
 - Helena U15 +63kg 

