Reykjavíkurmeistaramótið 2021

Reykjavíkurmeistaramótið 2021 verður í umsjón JR þetta árið og haldið laugardaginn 27. nóvember. Vigtun á keppnisdegi frá kl. 10:00 til 10:30 og mótið hefst svo kl. 11:00 og mótslok áætluð um kl. 14:00. Keppt verður í öllum aldursflokkum þ.e. U13, U15, U18, U21 og karla og kvennaflokkum og lágmarksgráða er gult belti, 5. kyu . Lokaskráningardagur er mánudagurinn 22. nóv. í gegnum skráningarkerfi JSÍ. Nánari upplýsingar og tímasetning hér á síðunni að lokinni skráningu.