Nú fer að líða að síðustu æfingum á vorönninni. Í dag er næstsíðasta æfing hjá 7-10 ára og á morgun er síðasta æfing hjá 11-14 ára og verður sú æfing sameiginleg með aldursflokkum 7-10 ára og 5-6 ára og er það þá síðasta æfing þeirra allra á þessari önn. Á þeirri æfingu sem verður aðallega í formi leikja verða afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna í vetur, myndataka af hópnum og að lokum verður boðið uppá í pizzu og drykki.
Síðasta æfing hjá framhaldi 15 ára og eldri verður föstudagurinn 24. maí en meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:00-19:30. Síðasta æfing á vorönn 2024 hjá Kvenntími 15 + verður 29. maí og Gólfglíma 30+ fimmtudaginn 30. maí en þær æfinga verða samt áfram í sumar en nánar um það síðar.