Reykjavíkurmeistaramótið 2024 verður haldið í ÍR heimilinu Skógarseli 12 þann 30. nóvember og hefst það kl 13:00 og áætluð mótslok kl. 16:00. Þátttakendur eru frá Reykjavíkurfélögunum Judodeild Ármanns, Judodeild ÍR og Judofélagi Reykjavíkur (JR). Keppt verður í öllum aldursflokkum þ.e. U13, U15, U18, U21 og seniora flokkum. Nánari upplýsingar og tímasetning verður tilkynnt að loknum skráningarfresti sem er til miðnættis mánudaginn 25. nóvember í skráningarkerfi JSÍ.