Reykjavíkurmeistaramótið 2022 var í umsjón Judofélags Reykjavíkur og fór það fram föstudaginn 11. nóv. Keppendur eru eingöngu frá Reykjavíkurfélögunum þremur, Judofélagi Reykjavíkur, Judodeild ÍR og Judodeild Ármanns. Ekki stóð til að keppa í U11 en þar sem mikið var um afföll og ljóst var að verðlaunapeningar ónýttust þá var ákveðið að leyfa þeim sem mættir voru á æfingu í U11 að taka þátt í mótinu. Keppt var því í aldursflokkum U11, U15, U21 og karla flokkum og voru keppendur alls þrjátíu og einn. Vegna veikinda var töluvert um að keppendur afboðuðu sig svo það var til þess að aldursflokkar U13 og U15 voru sameinaðir og í U15 voru stúlkum og drengjum blandað saman til að allir fengju keppni. Einnig var -81 kg flokkur og -90 kg flokkur settir saman í U21 árs og senioraflokki. Viðureignirnar voru margar mjög jafnar og spennandi og fóru allnokkrar í gullskor. Hér eru úrslitin og myndir frá mótinu og videoklippa.