Reykjavíkurmeistaramótið 2019 var haldið í dag hjá Júdofélagi Reykjavíkur. Keppendur voru frá Reykjavíkurfélögunum þremur þ.e. Júdodeild Ármanns, Júdodeild ÍR og Júdofélagi Reykjavíkur. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og karlaflokki og voru keppendur alls tuttugu og einn sem var í slakara lagi eins og reyndar undanfarin ár og þarf eitthvað að gera svo iðkendur taki þátt í þessu móti sem og öðrum. Í aldursflokkum U13 og U15 voru þyngdarflokkar eitthvað sameinaðir til að allir þátttakendur fengu keppni en það varð auðvitað til þess að sumir urðu að glíma við eitthvað þyngri mótherja en þeir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með sóma. Viðureignirnar voru mjög jafnar og spennandi og fóru allnokkrar í gullskor. Svo jafnar voru sumar viðureignirnar að í eitt skiptið í U13 þegar viðureign var búin að standa í rúmar sex mínútur sem alla jafnan er bara tvær mínútur var hún stöðvuð og ákveðið var að notast við hlutkesti til að ákvarða sigurvegara. Í U18 var keppt í tveimur þyngdarflokkum en U21 og karlaflokkur í -73 og -81 kg voru sameinaðir í einn flokk þ.e. -81 kg flokk karla og sigraði Kjartan Hreiðarsson þann flokk nokkuð örugglega. Hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu.

U13 -38 Weronika og Elías 
U13 -50 Mikael, Romans og Aleksander 
U15 -60 Daron, Helena og Hilmar 
U15 -60 
U13 -38 
U18 -73 
Kjartan, Gummi og Skarphéðinn 
Mótsstjórn: Andri og Jón Hlíðar 
Guðmnundur og Daron 
U15 -60 Hilmar og Daron 
U15 -60 Hilmar og Daron 
U18 -73 Kjartan og Hákon 
U18 -81 Skarphéðinn og Jon Tabaku 
Hákon Garðarsson 
Karlar -81 kg Hákon, Kjartan og Þórarinn 
Kjartan Hreiðarsson 
U 18 -81 Jón Tabaku og Skarphéðinn 
U18 -73 Hákon, Kjartan og Páll 
U18 -73 Hákon, Kjartan og Páll 
U18 -81 Skarphéðinn, Þórarinn og Elías 
JR ingar U18 og karla keppendur . Skarphéðinn, Hákon, Þórarinn og Kjartan

