Reykjavík Judo Open 2024 var haldið 27. janúar 2024 og var það í tólfta sinn sem JSÍ stendur fyrir því. Þátttakendur voru tæplega fimmtíu frá tíu þjóðum. Íslendingar stóðu sig vel og unnu til fjölda verðlauna en JR ingar sem voru fjölmennir á mótinu unnu tvenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og sex bronsverðlaun, Judodeild Ármanns vann eitt gull, eitt silfur og ein bronsverðlaun og Judofélag Suðurlands ein bronsverðlaun. Hér má finna úrslitin / results og hér er linkur á útsendingu RÚV frá brons og úrslita viðureignum.
Fyrri úrslit:
2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024