Páskamót JR og Góu var haldið föstudaginn 30. apríl og laugardaginn 1. maí en því hafði verið frestað vegna samkomubanns. Mótið fór nú fram í sextánda sinn og var öllum judoklúbbum opið eins og venjulega en það var fyrst haldið árið 2005 en féll niður í fyrra vegna Covid-19 og af sömu ástæðu þá var því núna skipt í þrjá hluta. Á föstudaginn var keppt í aldursflokki 11-14 ára, á laugardaginn í aldursflokki 7-10 ára en fyrr um morgunin höfðu börn í aldursflokki 4-6 ára sýnt kunnáttu sína á æfingu hvernig á að bera sig að í keppni. Þátttakendur voru því sextíu og fimm frá fjórum félögum, Judodeild Grindavíkur, Judodeild Selfoss, Judodeild ÍR og Judofélagi Reykjavíkur. Þetta var frábær skemmtun, margar stórglæsilegar viðureignir sáust og börnin sem voru að keppa í fyrsta skiptið voru vel undirbúin fyrir mótið og kunnu meira og minna allra reglur og framkomu. Ekki má gleyma að minnast á dómarana en það voru nokkrir af okkar bestu og reynslumestu judomönnum í yngri kantinum (13-18 ára) sem sáu um dómgæsluna og stóðu þau sig alveg frábærlega en það voru þau Kjartan Hreiðarsson, Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock og Helena Bjarnadóttir sem dæmdu. Mótstjórar voru þeir Ari Sigfússon og Jóhann Másson. Hér eru úrslitin hjá 11-14 ára og hér hjá 7-10 ára.