Páskamót JR 2021

Síðbúið Páskamót JR og Góu verður nú haldið í sextánda sinn en það var fyrst haldið 2005 en féll niður 2020 vegna Covid-19. Vegna samkomubanns hefur ekki verið hægt að halda það fyrr en nú og að þessu sinni verður það haldið í tvennu lagi vegna Covid-19. Mótið fer fram í JR eins og venjulega og keppni hjá aldursflokki 11-14 ára (U13 og U15) verður haldin föstudaginn 30. apríl, vigtun frá 16:30-17:00 og mótið hefst svo kl. 17:00 og mótslok áætluð kl. 18:30. Keppni hjá aldursflokki 8-10 ára (U9, U10 og U11) verður haldin laugardaginn 1. maí, vigtun frá 12:00-12:30 og mótið hefst svo kl. 13:00 og mótslok áætluð kl. 14:30. Mótið er opið öllum klúbbum, skráningarfrestur til miðnættis 28. apríl en skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi JSÍ. Hér eru úrslitin frá 2019.