Páskamót JR og Góu verður nú haldið í nítjánda sinn laugardaginn 6. apríl og er mótið opið öllum klúbbum eins og venjulega. Skráning í skráningarkerfi JSÍ og er skráningarfrestur til miðnættis þriðjudagsins 2. apríl og sjá klúbbarnir um að skrá þátttakendur ekki foreldrar. Keppt verður í aldursflokkum 7-10 ára frá kl. 12-14 (vigtun frá 11-11:30) og 11-14 ára frá 14-16 (vigtun frá 13-13:30). Ef breytingar verða á dagskránni þá verða þær birtar hér að loknum skráningarfresti. Sama dag verður Páskamót JR fyrir börn 5-6 ára haldið á æfingatíma þeirra frá 10-11 og er það eingöngu innanfélagsmót.


