Páskamót JR og Góu verður nú haldið í sautjánda sinn og er það opið öllum klúbbum eins og venjulega. Vegna tíðra móta næstu helgar langt fram í maí verður mótið haldið í þrennu lagi dagana 28-30. apríl. Fimmtudaginn 28. apríl eru það aldursflokkar 7-10 ára og er mæting í vigtun frá 16-16:30 og mótið hefst svo kl. 17:00 og lýkur kl. 18:30. Sama dagskrá er föstudaginn 29. apríl fyrir U13 og U15 (11-14 ára) mæting í vigtun frá 16-16:30 og mótið hefst svo kl. 17:00 og lýkur kl. 18:30. Laugardaginn 30. apríl er eingöngu innanfélagsmót JR fyrir börn 5-6 ára og haldið á æfingatíma þeirra frá 10-11. Skráningarfrestur er til miðnættis 25. apríl og fer skráning fram í gegnum skráningarkerfi JSÍ. Hér eru úrslitin 2021 hjá 11-14 ára og hér hjá 7-10 ára.