Hér er frétt tekin af heimasíðu JSÍ. Íslenskir judomenn eru nú um þessar mundir við æfingar í OTC æfingabúðunum í Nymburk og munu æfa þar næstu dagann 8-12 mars tvisvar á dag ásamt mörgum bestu judomönnum heims en þetta eru einar af öflugustu æfingabúðum ár hvert á vegum EJU. Þátttaka okkar manna er meðal annars undirbúningur þeirra fyrir Norðurlandsmeistaramótið sem haldið verður 23-4. apríl. í Íþróttahúsinu Digranes. Þeir sem fóru eru Árni Lund, Skarphéðinn Hjaltason, Kjartan Hreiðarsson, Daníel Árnason, Ingólfur Rögnvaldsson, Hrafn Arnarsson og Logi Haraldsson. Zaza Simonishvili fór með sem þjálfari.
