Opna Finnska 2021

Fjölmennur hópur íslenskra keppenda lagði af stað í morgun til Finnlands til að taka þar þátt í Opna Finnska sem er árlegt alþjóðlegt mót sem haldið verður næsta laugardag þ.e 30. október. Keppendur eru nítján og með í för eru þjálfararnir Bjarni Skúlason, Egill Blöndal og Þormóður Jónsson sem er jafnframt fararstjóri, Marija Dragic Skúlason sem mun dæma á mótinu og nokkrir foreldrar. Þátttakendur koma frá Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og eru tæplega tvöhundruð. Flestir okkar keppenda keppa í fleiri en einum aldursflokki þegar það er hægt en keppt er í U15, U18, U21 árs og senioraflokki. Öll úrslitn eru hér og hægt er að fylgjast með framvindu mótsins og videostreymi hér frá þremur völlum, tatami 1, tatami 2 og tatami 3. Hér neðar er mynd af hluta af íslenska hópnum frá síðustu æfingu þeirra í JR áður en lagt var af stað en á þá mynd vantar keppendur frá KA og Selfossi. Neðst er síðan mynd af öllum hópnum sem tekin var í dag.