Upplýsingar varðandi ferð á Opna Finnska 28.-31. október
Athugið að börn undir 18 ára aldri sem ferðast ein eða í fylgd ættingja, íþrótta- eða skólahópa þurfa að hafa meðferðis frá foreldrum samþykkisyfirlýsingu, sjá nánar hér.
Ferðin út
Við ætlum að hittast á brottfararsal Keflavíkurflugvallar í síðasta lagi kl 5:30 þann 28. október. Farastjóri mun halda utanum alla miða fyrir alla.
Flogið verður með flugi FI306 kl 07:35 til Stokkhólms, og svo verður skipt um vél og fer sú vél kl 16:40. Komutími til Finnlands er áætlaður kl 18:40. Því næst verður ferðast með rútu til Turku og tekur ferðalagið sirka tvær klukkustundir.
Ferðin heim
Rúta mun sækja okkur á hótelið kl 3:30 um morgunin og keyra okkur á flugvöllin. Við eigum flug kl 7:45 flugnúmer AY0801til Stokkhólms. Tengiflugið fer svo í loftið í Stokkhólmi kl 12:55 flugnúmer : FI307 og er áætlaður komutími 15:10 til Keflavíkur.
Hótel
Hótelið sem verður dvalið á er á heitir Original Sokos Hotel Kupittaa. Morgunmatur er innifalin og er staðsett hliðina á keppnishöllinni og lestarstöðinni.
Vigtun
Vigtað er inn á föstudeginum kl 19-21:30. Keppendur þurfa að sýna vegabréf
Judogallar
Allir keppendur nema þeir sem keppa bara í U15 verða að vera með hvítan og bláan galla. Gallar þurfa ekki að vera “RED label”. Mælt er með að keppendur hafi baknúmer á gallanum sínum, en það er ekki skylda á þessu móti.
Ráðstafanir vegna Covid
Á leiðinni út:
Allir fæddir 2006 og síðar þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir.
Allir aðrir þurfa að forskrá sig fyrir komuna til Finnlands.
Allir aðrir þurfa að hafa meðferðis bólusetningarvottorð eða vottorð sem sýnir fram á að aðili hafi sýkst af covid-19.
Aðili sem er fæddur 2005 eða fyrr þarf að fara í 3 daga sóttkví við komu til Finnlands ef hann er ekki bólusettur.
Á heimleiðinni:
Allir fæddir 2005 og síðar þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir.
Allir aðrir þurfa að forskrá sig fyrir komuna til landsins .
Allir aðrir þurfa að sýna fram á bólusetningarvottorð. Vottorð um fyrra smit af Covid og vottorð um bólusetningu gegn Covid er hægt að nálgagst á vef Heilsuvera.is undir flipanum Covid-19. Þau eru ókeypis.
Aðili sem er fæddur 2004 eða fyrr og er ekki bólusettur þarf að hann fara í 5 daga sóttkví við komu til landsins og fara í tvo Pcr próf.
Þormóður Á. Jónsson
Framkvæmdastjóri
Judosamband Íslands
S:6923595/5144048