Nú styttist í Norðurlandamótið sem haldið verður hér á landi 23 og 24 apríl næstkomandi. Þetta verður líklega fjölmennasta norðurlandamótið í judo sem haldið hefur verið hér á landi en erlendir þátttakendur eru rétt um þrjúhundruð. Fyrir utan keppni í karla og kvenna flokkum þá verður einnig keppt í U21 árs og U18 ára aldursflokkum og auk þess í aldursflokkum 30 ára og eldri og eru allmargir skráðir þar. Skráning Íslendinga er ekki komin en skráningarfrestur er til miðnættis mánudagsins 11. apríl.