Alþjóðlega unglingamótinu í Bielsko-Biala í Póllandi lauk í gær. Því miður náðum við ekki að vinna til verðlauna að þessu sinni en krakkarnir fengu margar glímur sem sumar unnust en aðrar ekki og fer það allt saman í reynslubankann þeirra. Fyrir mótið var æft með Pólskum klúbbi, farið var í skoðunarferð í gamla námu sem nú er vinsæll ferðamannastaður og farið í Flyspot sem er einskonar fallhlífastökk innanhúss í vindgöngum. Að loknu móti tók við eins dags æfingabúðir ásamt flestum þátttakendum mótsins. Þrátt fyrir að komast ekki á pall þá var ferðin mjög vel heppnuð og hlakkar krakkana til að taka þátt í fleiri judoviðburðum og æfingabúðum erlendis sem eru framundan en þangað til að æfa mikið og vera vel undirbúin fyrir þau verkefni. Hér eru úrslitin og myndasafn frá ferðinni