Mikael Máni Ísaksson þreytti gráðupróf fyrir 1. dan í dag og stóðst það með sóma. Mikael hefur æft judo í tíu ár en hann mætti á sína fyrstu æfingu hjá JR árið 2014 þá sjö ára gamall. Uke hjá Mikael í prófinu í dag var æfingafélagi hans Skarphéðinn Hjaltason. Til hamingju með áfangann Mikael.
