Á uppskeruhátíð JSÍ 17. desember 2022 var Marija Dragic Skúlason heiðursgráðuð í 4. dan fyrir áralöng störf fyrir JSÍ en hún hefur verið einn okkar virkasti dómari til margra ára og alltaf boðin og búin til að dæma á JSÍ mótum sem og öðrum mótum þegar eftir því hefur verið leitað. Til hamingju með gráðunina.

