Kjartan og Kristján komnir með 1. dan

Þeir félagar Kjartan Logi Hreiðarsson og Kristján Daðason báðir úr JR þreyttu 1. dan gráðupróf í kvöld og stóðust það með glæsibrag. Þeir tóku prófið saman og voru uke hjá hvor öðrum. Kristján tók 1. kyu 2013 eða fyrir átta árum en Kjartan 2018. Prófdómarar voru þeir Björn Halldórsson (JG) 5. dan og Garðar Skaftason (UMFS) 4. dan. Það er gaman að geta þess að afi Kjartans, Kjartan Svavarsson er einnig svartbelti í judo og einnig langafi hans Svavar Carlsen en hann var árið 1970 fyrsti Íslandsmeistarinn í judo. Kjartan Hreiðarsson er því fjórði ættliðurinn sem æfir og keppir í íþróttinni. Til hamingju með áfangann strákar.

Frá vinstri. Kjartan Hreiðarsson og Kristján Daðason
Kjartan Svavarsson og Kjartan Hreiðarsson
Garðar Skaftason, Kjartan Hreiðarsson, Kristján Daðason og Björn Halldórsson