Gísli hefur lokið keppni í Riga

Gísli Egilson hefur lokið keppni á RIGA SENIOR EUROPEAN CUP sem haldið er dagana 18. og 19. mars 2023. Gísli keppti í morgun í 81 kg flokki  og mætti þar Damian Szwarnowiecki keppanda frá Póllandi. Eins og venjulega þá er það keppnisreynslan og barátta um tökin sem skipta höfuðmáli en sá sem er sterkari þar stjórnar glímunni og var Damian öllu sterkari. Snemma í viðureigninni skorar hann wazaari þegar hann komst inn í seoinage kast og skömmu seinna í gólfglímu komst hann í armlás sem Gísli gat ekki losað sig úr og varð að gefast upp. Pólverjinn var þar með kominn í 16 manna úrslit og með sigri í næstu viðureign hefði Gísli fengið uppreisnarglímu en því miður tapaði hann og þar með var keppninni lokið hjá Gísla og hjá Íslandi því hann var eini keppandinnn okkar á mótinu. Það er nokkuð síðan að Gísli tók þátt í svona sterku móti og er hann kanski ekki í sínu besta keppnisformi en það var afar ánægjulegt að sjá hann aftur á þessum slóðum og vonandi mun hann láta meira að sér kveða á næstu mánuðum því hann á mikið inni. Hér má finna viðureign Gísla og Damians og öll úrslit á mótsins.