Í gær keppti Alexander Heiðarsson -66 flokknum á Junior European Judo Cup í Berlín og mætti hann Falk Biedermann frá Þýskalandi. Þetta var hörku viðureign sem lauk með sigri þjóðverjans með Sankaku- jime þegar um 40 sekúndur voru eftir af viðureigninni en hann hafði þá áður skorað wazaari. Í dag keppti svo Hrafn Arnarsson -90 kg flokknum og mætti hann Martin Bezdek frá Tékklandi og varð að játa sig sigraðan eftir rúma mínútu. Þar sem Martin komst í undanúrslit (endaði í öðru sæti) þá fékk Hrafn annað tækifæri og mætti þá hörkukeppanda frá Brasillíu Igor Morishigue en beið lægri hlut eftir stutta viðureign. Hér má finna öll úrslitin og myndbönd frá mótinu.