Þá er Abu Dhabi Grand Slam lokið en þeir Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura kepptu í dag og í gær og komust báðir í aðra umferð. Sveinbjörn mætti Sacha Denanyoh frá TOG og sigraði hann örugglega en Sacha fékk þrjú shido á innan við tveim mínútum og tapaði þar með viðureigninni. Næst mætti Sveinbjörn Vedat Albayrak frá Tyrklandi en hann er í 5. sæti heimslistans. Sveinbjörn byrjaði af krafti og leit ágætlega út en það dugði ekki til og tapaði hann viðureigninni eftir umþað bil eina mínútu og lauk þar með keppni. Egill átti að glíma við Dmytro Berezhny frá UKR en hann mætti ekki, hefur líklega ekki náð vigt svo Egill fór beint í aðra umferð. Þar mætti hann Kukolj Aleksandar frá Serbíu en hann er fyrrum Evrópumeistari og er í 9. sæti heimslistans. Þetta var hörkuviðureign sem lauk því miður með sigri Kukolj eftir umþað bil tvær mínútur og þar með var keppni Egils lokið á þessu móti eins og Sveinbjörns. Egill kemur heim að loknu þessu móti en Sveinbjörn verður áfram úti og keppir næstu helgi (3-4 nóv.) í Ástralíu á Perth Oceania Open og síðan 22-24 nóv. á Osaka Grand Slam og kemur svo heim að því loknu.