Í kvöld lagði af stað til Póllands hópur keppenda úr JR í aldursflokkum U12/U14/U16 og munu þau keppa næsta laugardag á International Judo Tournament For Children and the Youth í Bielsko-Biala og sunnudaginn eftir mót taka þau þátt í eins dags æfingabúðum en fram að móti munu þau æfa í júdoklúbbi með Pólskum börnum. Þau sem fóru í þessa ferð eru Danielė Kucyte, Elías Funi Þormóðsson, Helena Bjarnadóttir, Jónas Björn Guðmundsson, Matas Naudziunas, Romans Psenicnijs og Weronika Komendera. Þjálfarar og farastjórar eru þeir Bjarni Skúlason og Janusz Komendera.
Hópurinn í Keflavík í kvöld Síðasta æfing áður en haldið var af stað