Í kvöld halda af stað til Slóveníu þeir Daron Hancock og Mikael Ísaksson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara og taka þar þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) sem fer fram í Maribor 23.-29. júlí næstkomandi en keppnin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14 -18 ára. Judokeppnin fer fram dagana 25-28 júlí og keppa þeir báðir 27. júlí og hefst keppnin þá kl. 8 að morgni á okkar tíma. Daron keppir í -73 kg flokki þar sem keppendur eru 23 og á hann 12 glímu á velli 2 og Mikael keppir í -81 kg flokki þar sem keppendur eru 26 og á hann 2 glímu og einnig á velli 2. Nánari upplýsingar má finna hér hjá EJU og hér hjá IJF og fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á JudoTV.

