Í dag kemur sautján manna hópur ungra judoiðkenda frá Færeyjum til landsins. Flestir eru í aldursflokknum U13 og U15 (11-14 ára) og nokkrir í U18 (15-17 ára). Það verða haldnar þrjár æfingar með þeim í JR. Áætlað er að fyrsta æfingin verði í dag frá kl. 17:00 til 18:30 fyrir U13 og U15 og svo munu Færeyingarnir í U18 mæta á æfinguna kl. 18:30 hjá meistaraflokki. Því miður er töf á fluginu hjá þeim svo líklega ná þeir ekki fyrri æfingunni en þeirri seinni ættu þeir að ná. Á morgun laugardag verða tvær æfingar fyrir báða aldursflokka. Fyrri æfingin verður frá kl. 11:30 til 13:00 og sú seinni frá kl. 17:00 til 18:30. Allir aldursflokkarnir (U13/U15/U18) æfa á sama tíma en þeir glíma að sjálfsögðu ekki saman og verður þeim skipt niður á dýnurnar eftir aldri. Látið ykkur nú ekki vanta, mætið tímanlega og reynið ykkur við frændur ykkar frá Færeyjum. Iðkendur úr öðrum klúbbum í þessum aldursflokkum eru að sjálfsögðu velkomnir og vonumst við til þess að sjá sem flesta.