Íslandsmeistaramótið í yngri aldursflokkum fór fram Laugardaginn 29. apríl en þá er keppt í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Keppendur voru tæplega sextíu frá eftirfarandi sjö klúbbum, Ármanni, ÍR, JG, JR, KA, UMFS og Tindastól. Þetta var velheppnað mót með fullt af flottum glímum sem langflestar enduðu með fullnaðarsigri, þ.e. með Ippon kasti eða með fastataki eða uppgjöf í gólfglímu. Þátttakendur frá JR voru tuttugu og sjö og unnu þeir alls fjórtán gullverðlaun, átta silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Til hamingju með frábæran árangur. Keppt var á tveimur völlum og streymdi JSÍ frá mótinu. Hér má sjá glímurnar á velli 1. og velli 2. (slóð óvirk) og hér er stutt videoklippa frá keppninni, úrslitin og hér neðar myndir frá mótinu.