Haustmóti JSÍ í öllum aldursflokkum (U13/U15/U18/U21 árs og senioraflokkum) fór fram laugardaginn 22. október. Keppendur voru fimmtíu og fimm frá sjö klúbbum. Judofélag Reykjavíkur var með tuttugu og tvo keppendur sem stóðu sig býsna vel og unnu þeir ellefu gullverðlaun, fimm silfur og fimm bronsverðlaun. Mótið fór vel fram, dómgæsla og mótsstjórn hin besta og úrslitin svona nokkuð eftir bókinni. Fullt var samt af hörkuviðureignum eins og t.d fyrri glíma þeirra Aðalsteins Björnssonar og Kjartans Hreiðarssonar í U21 árs flokki -73kg en þar sigraði Kjartan að lokum eftir hnífjafna viðureign en vann hinsvegar örugglega í viðureign þeirra í karlaflokki síðar um daginn. Sömu sögu má segja af þeim Romans Psenicnijs og Nökkva Viðarssyni í U18 -66 kg flokki en sú viðureign var einnig hnífjöfn og fór í gullskor og endaði eftir 12 mínútna glímu með sigri Romans. Þeir glímdu aftur saman síðar um daginn í -66 kg þyngdarflokki karla og aftur fór viðureignin í gullskor og nú var það Nökkvi sem sigraði og einnig eftir 12 mínútna glímu og er það sennilega Íslandsmet að sömu aðilar eigist við í samtals í 24 mínútur sama daginn. Helena Bjarnadóttir sem er 14 ára átti að keppa í aldursflokki U15 en þar sem enginn mótherji var þar gegn henni mátti hún keppa í eldri aldursflokki og gerðu sér lítið fyrir og sigraði bæði í U21 -70 kg og seniora flokki kvenna -70 kg og var það vel gert hjá svona ungum iðkanda. Aðrir klúbbar sem unnu til gullverðlauna voru Ármenningar og JG með með þrjú gullverðlaun hvort félag og Selfoss, KA og Tindastóll með eitt hvort. Óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.
Hér eru úrslitin og video klippa frá keppninni og hér neðar myndir frá mótinu.