Jólamót JR 2023 var haldið mánudaginn 18. desember en það er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006. Keppnin hófst kl. 17 í aldursflokki U15 þar sem keppt var í -66 kg flokki. Að lokinni keppni í U15 hófst svo keppni í senioraflokkum og keppt -66 kg flokki karla og -90 kg flokki karla og nú einnig í fyrsta skipti var keppt í gólfglímu í aldursflokki 30 ára og eldri. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir með nöfnum fyrrum sigurvegara, okkar bestu judomanna hér áður fyrr. Á mótinu var tilkynnt um val á Judomanni JR 2023. Hér eru myndir frá mótinu, videoklippa og úrslitin 2023, 2022, 2021 og 2019.