Jólamót/Afmælismót JR í kvenna og karlaflokkum verður haldið á morgun föstudaginn 17. desember og hefst kl. 18:30. Þetta er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006 og er það nú haldið í fimmtánda skipti en það féll niður 2020 vegna Covid 19. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram, þeir sem mæta á æfingu á morgun geta keppt og keppendum verður raðað í flokka að lokinni vigtun. Í kvennaflokkum hefur verið keppt í -57 kg og +57 kg en í karlaflokkum -66, -73, -81, -90 og +90 kg. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir nöfnum fyrrum sigurvegara sem sumir hverjir eru hættir keppni og voru okkar bestu judomenn þess tíma. Það hefur verið frekar létt yfir þessu móti og enginn að kippa sér upp við það þó að áhorfendur eða jafnvel dómarinn “rétti sínum manni hjálparhönd” í miðri viðureign en alltaf fer þó réttur sigurvegari af velli. Hér eru úrslitin og myndir frá mótinu 2019.