Íslandsmót í yngri aldursflokkum verður haldið hjá Judodeild Ármanns í Laugardal laugardaginn 21. maí og hefst það með keppni í aldursflokkum U13 , U15 og U18 kl. 11:15 og lýkur þeirri keppni um kl. 12:30. Keppni í U21 árs aldursflokki hefst svo kl. 13:00 og mótslok eru áætluð um kl. 14:00.
Vigtun fyrir alla fer fram í JR 20. maí frá kl 17-18. Einnig er hægt að koma í vigtun á mótsdegi á mótsstað frá kl. 10:00-10:30 fyrir U13, U15 og U18 og kl. 11:30-12:00 fyrir U21. Aldursflokkur U21 má koma í vigtun á sama tíma og yngri flokkar ef það hentar þeim betur.
Hér eru úrslitin frá 2021.