Íslandsmót seniora 2023 verður haldið laugardaginn 22. apríl í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 12 og úrslitin myndu þá hefjast fljótlega eftir hádegi. Þegar þeirri keppni lýkur hefst keppni í opnum flokkum karla og kvenna en nánari upplýsingar að loknum skráningarfresti sem lýkur mánudaginn 17. apríl. Þeir JR ingar sem ætla að taka þátt í mótinu láti þjálfra vita ekki seinna en föstudaginn 14. apríl.