Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2021

Íslandsmeistaramót karla og kvenna verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi sunnudaginn 16. maí og eru um fjörtíu keppendur skráðir til leiks. Mótið hefst kl. 10:00 með forkeppni sem lýkur um kl. 12:00. Úrslit hefjast svo um kl. 13:00 og standa þau yfir til um kl. 14:00 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Vigtun hjá JR laugardaginn 15. maí frá 17:00-18:00. Muna að hafa með sér bæði hvítan og bláan judobúning.