Á uppskeruhátíð Judosambands Íslands í dag var tilkynnt um val á judomönnum ársins 2023 og voru þau Helena Bjarnadóttir (JR) og Karl Stefánsson (Ármanni) kjörin. Einnig var tilkynnt um val á efnilegastu judomönnum ársins og voru að þessu sinni hlutskörpust þau Weronika Komendera (JR) og Romans Psenicnijs (JR). Þá voru afhent Diploma fyrir dan gráðanir á árinu sem voru allnokkrar, dómari ársins var Gunnar Jóhannesson (UMFG) og gullmerki JSÍ fengur þeir Gunnar Jóhannesson (UMFG) og Þormóður Jónsson (JR). Nánar á heimasíðu JSÍ.