World Championships Juniors 2021 fer fram dagana 6. til 10. október í Olbia á Sardiníu í Ítalíu og verða þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Kjartan Hreiðarsson á meðal þátttakenda og eru þeir að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeim til aðstoðar er Gísli Egilson þjálfari og fararstjóri í ferðinni. Þátttakendur eru 507 frá 5 heimsálfum og 73 þjóðum, 294 karlar og 213 konur. Ingólfur keppir miðvikudaginn 6. okt. í -66 kg flokki sem er fjölmennasti flokkurinn en þar eru skráðir keppendur fimmtíu og átta og Kjartan keppir daginn eftir í -73 kg flokki þar sem keppendur eru ekki mikið færri eða fimmtíu og einn. Dregið verður á morgun í beinni útsendingu og keppnin hefst svo á miðvikudaginn kl. 7:00 að íslenskum tíma og verður hún vonandi einnig í beinni útsendingu. Upplýsingar um dráttinn, keppnisröðina, beina útsendinguna og fleira má finna hér. Til að horfa á beina útsendingu þarf að hafa (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur. Keppnisröðin – Drátturinn – Bein útsending