Heimsmeistaramót 2023 Cadets (15-17 ára) er haldið dagana 23-26 ágúst í Zagreb í Króatíu. Þar eru við með þrjá fulltrúa sem keppa allir á morgun föstudaginn 25. ágúst. Það eru þau Weronika Komendera sem keppir í -57 kg flokki og þeir Mikael Ísaksson og Arnar Arnarsson sem báðir keppa í -81 kg flokki og með þeim er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Keppendur eru 576 frá sextíu og fjórum þjóðum 316 karlar og 260 konur. Weronika drógst á móti Honda Riko frá Japan og eiga þær áttundu glímu á velli tvö. Mikael á þriðju glímu á velli eitt og mætir Aurelio Marco frá Mexikó og Arnar á sextándu glímu á sama velli mætir Bendeliani Giorgi sterkum keppanda frá Georgíu sem er í 8. sæti heimslista cadets. Keppnin hefst kl. 7 á okkar tíma og fylgjast má með henni í beinni útsendingu á JudoTV.