Góumót JR 2021 sem er opið öllum klúbbum verður haldið laugardaginn 27. febrúar 2021. Mótið sem var fyrst haldið árið 2009 hefur jafnan verið fjölmennt. Síðast var það haldið 2019 því það féll niður 2020 en þá voru keppendur rúmlega sextíu. Í ár má búast við minni þátttöku vegna Covid-19 ástandsins en það verður þó haldið ef þátttaka verður ásættanleg. Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir aldursflokka U9, U10 og U11 (8,9 og 10 ára) og fá allir þátttakendur verðlaun en í ár eins og 2019 þá verður mótið einnig fyrir aldursflokka U13 og U15. Skráning er til miðnættis 24. febrúar í skráningarkerfi JSÍ og sjá forsvarsmenn klúbba um allar skráningar. Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn og verða krakkarnir vigtaðir á milli kl. 12:00 og 12:30 og mótið hefst svo kl. 13:00 og áætluð mótslok kl. 15:00. Nánari tímasetning að lokinni skráningu. Muna að mæta með börnin á tilgreindum tíma í vigtunina svo enginn missi af þátttöku og mótið geti hafist samkvæmt áætlun. Vegna Covid-19 sóttvarna þá verða áhorfendur ekki leyfðir en þjálfarar klúbba fá að sjálfsögðu að fylgja sínum keppendum. Hér er umfjöllun og myndir frá Góumótinu 2019.