Góðmálmar á Södra Open 4 2019

Það var flottur árangur hjá Íslendingum á Södra Open 4 sem var haldið í dag í Haninge í suður Svíþjóð en keppt var í barna, unglinga og fullorðinsflokkum. Frá JR fóru tólf keppenur í aldursflokum U9, U13 og U15 og unnu þeir til sjö verðlauna. Mikael Ísaksson P13-9 og Fannar Þormóðsson U9-4 náðu lengst þeirra en þeir unnu báðir til gullverðlauna og sigruðu alla sína andstæðinga örugglega. Fannar, (sonur Þormóðs Jónssonar) er líklegast yngsti JR-ingurinn til að vinna til gullverðlauna erlendis. Hann er 7 ára og var að keppa á sínu fyrsta erlenda móti og vann allar viðureignirnar á ippon. Silfurverðlaun unnu þau Emma Thueringer U11-5, Helena Bjarnadóttir F13-4, Matas Naudziunas P13-11 og Orri Helgason U11-8 og Daron Hancock fékk bronsverðlaunin í P15-50. Auk ofangreindra kepptu eftirfarandi en náðu ekki í verðlaun að þessu sinni þau Aðalsteinn Björnsson P15-46, Daníela Kucyte F15+63, Elías Þormóðsson P13-3, Jónas Guðmundsson P13-5 og Romans Psenicnijs P13-7.

Fremri röð fv. Emma, Orri, Fannar, Elías, Jónas, Romans og Daron.
Aftari röð fv. Matas, Mikael, Aðalsteinn, Ásta, Helena, Daniela og Guðmundur.

Júdodeild Njarðvíkur var með sex keppendur á sínum vegum og unnu þeir til sjö verðlauna. Mariam Badawy vann gullverðlaunin í F13-1, Jóhannes Pálsson vann gullverðlaun í P15+73 og silfurverðlaun í P18+90, Daníel Árnason vann gullverðlaun í U21-55 og silfur í U18-55 og Ingólfur Rögnvaldsson vann silfur í P18-66 og H21-66. Auk ofangreindra kepptu einnig þeir Andres Palma H-81 og H-ÖV og Helgi Guðmundsson P13-9 en náðu ekki í verðlaun að þessu sinni.

Fremri röð fv. Mariam, Emma, Orri, Fannar, Mikael, Elias, Matas, Helena, Aðalsteinn, Helgi, Jónas, Romans, og Daron. Aftari röð fv. Heiðrún, Jóhannes, Ásta, Hekla, Ingólfur, Daníel, Daníela og Guðmundur B. Jónasson.

Á vegum JSÍ voru þrjár stúlkur sem kepptu á Södra Open. Heiðrún Pálsdóttir úr UMFN sigraði í D+78 og fékk silfur í D21+78 en Hekla Dís Pálsdóttir KA varð í þriðja sæti í sömu flokkum. Ásta Lovísa Arnórsdóttir úr JR varð í þriðja sæti í D-63.

Fv. Heiðrún, Ásta og Hekla

Eitthvað var um það að flokkar voru sameinaðir þannig að menn urðu þá að keppa flokk uppfyrir sig og þá við töluvert þyngri andstæðinga sem er oft afar erfitt og ósanngjarnt. Þetta er stundum gert til þess að keppendur, sem jafnvel eru komnir langt að, fái fleiri en eina viðureign þegar flokkar eru fámennir. Hér neðar eru myndir frá ferðinni, úrslitin og líklegast verður hægt að skoða myndbönd hér á næstunni frá mótinu.