Upplýsingar varðandi ferðina á Copenhagen Open 14.-18. apríl
Ferðin út. Við ætlum að hittast í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í síðasta lagi kl 4:30 þann 14. apríl. Farastjóri mun halda utanum alla miða. Flogið verður með flugi OG900 kl 06:30 til Kaupmannahafnar og komutími þar er áætlaður kl 11:30. Rúta sækir okkur á flugvöllinn.
Ferðin heim. Rúta sækir okkur á hótelið kl 9:30 um morguninn og keyrir okkur á flugvöllinn. Við eigum flug kl 12:30 flugnúmer OG901 og er áætlaður komutími í Keflavík kl. 13:55.
Hótel. Hótelið heitir Next House Copenhagen. Morgunmatur er ekki innifalin.
Upplýsingar um mótið. Sjá hér.
Vigtun. Þeir sem keppa á föstudeginum (U18) vigta sig á milli kl. 15-21 á fimmtudeginum. Þeir sem keppa á laugardeginum (U15 og +18 ára) vigta sig á milli kl. 15-20 á föstudeginum nema þeir sem kepptu á föstudeginum þeir þurfa ekki að koma aftur í vigtun. Muna að hafa skilríki/vegabréf meðferðis í vigtun
Judogallar. Allir keppendur nema þeir sem keppa í bara U15 verða að vera með hvítan og bláan galla. Gallar þurfa ekki að vera “RED label”. Mælt er með að keppendur hafi baknúmer á gallanum sínum, en það er ekki skylda á þessu móti.
Æfingabúðir. Á sunnudeginum eru tvær æfingar, fyrri æfinginn frá 9-11 og sú seinni frá 16-18.
Covid. Ekki þarf að gera neinar ráðstafanir vegna covid, hvorki á leiðinni út né heim.
Önnur mikilvæg atriði. Athygli er vakin á því að ef barn undir 18 ára aldri er að ferðast án foreldris þarf að fylla út samþykkisyfirlýsingu.
Börn þurfa að hafa þetta meðferðis í ferðina. Eyðublað
Evrópska sjúkatryggingakortið. JSÍ mælir með því að allir sem keppa erlendis séu með meðferðis evrópska sjúkratryggingakortið. Allar upplýsingar um hvernig sótt er um slíkt kort má nálgast hér.