Karl Stefánsson úr Judodeild Ármanns keppti í dag á YAOUNDE AFRICAN OPEN í Kamerún og gerði sér lítið fyrir nældi sér í bronsverðlaunin í +100 kg flokki. Hann mætti fyrst Biami Bend Brice Herman (CMR) sem hann sigraði örugglega og var þar með kominn í fjögurra manna úrslit. Næst mætti hann Mbagnick Ndiaye (SEN) sem hann laut í lægra haldi fyrir en Mbagnic er í 28 sæti heimslistans. Þar sem Karl tapar í fjögurra manna úrslitum keppti hann um bronsverðlaunin og mætti hann þar öðrum heimamanni Tontu Velem (CMR) sem hann sigraði og vann þar með til bronsverðlaunanna. Til hamingju Karl.
Karl verður á ferð og flugi næstu vikurnar en hann keppir aftur 26. nóv. og þá á Hong Kong Asian Open 2023 og svo aftur 3. des. á Tokyo Grand Slam 2023 en þar mun Gísli Egilson einnig keppa deginum áður í 81 kg. flokki.