Breytingin á æfingatíma frá og með mánudeginum 21. júní. Eins og áður hefur komið fram þá verður æft í allt sumar hjá JR en æfingum fækkað og sameinaðar hjá meistaraflokki og framhaldi 15 ára og eldri og verða þær á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum á sama tíma og áður þ.e. frá 18:30-20:00. Einnig er gerð breyting á æfingum hjá 11-14 ára. Æfingatími verður lengdur en æfingum fækkað í tvær á viku (föstudsagsæfingin fellur niður) og verða því æfingar hjá þeim á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:10 til 18:30.
