Góumót JR, sem er æfingamót iðkenda 7-10 ára þar sem allir keppendur fá gullverðlaun fyrir þátttökuna, var haldið laugardaginn 26. feb. Keppendur voru fjörtíu og sjö frá sex judofélögum. Ekki er keppni hjá yngri börnum en á æfingu JR- inga í dag fengu iðkendur 5-6 ára sín Góuverðlaun eftir að hafa sýnt judo kunnáttu sína á æfingunni eins og fallæfingar og fleira. Hér eru myndir af nokkrum verðlaunahöfum sem teknar voru á æfingu í vikunni.