Mótið verður haldið í KA heimilinu Dalsbraut 1. Keppnin byrjar kl. 10:00 á laugardaginn og mótslok áætluð um kl. 12:30. Vigtun verður á föstudagskvöldið frá kl. 21:00 til 22:00 hjá Judodeild KA við Laugargötu. Að móti loknu á keppnisstað verður sameiginleg/landsliðs æfing sem Jón Þór Þórarinsson og Anna Soffía Víkingsdóttir sjá um og stendur hún í einn til tvo klukkutíma og hefst um kl. 13:00 til 13:30 en það verður tilkynnt á mótinu. Hér er keppendalistinn/úrslit.
Vormót JSÍ 2018 yngri flokkar
Vormót JSÍ í yngri aldursflokkum (U13/U15/U18/U21) verður haldið í húsakynnum JR í Ármúla 17 laugardaginn 17. mars. Keppni U13 og U15 (57 viðureignir) hefst kl. 10 og lýkur um kl 12 og þá hefst keppni U18 (29 viðureignir) sem lýkur um kl. 14 og þá tekur við U21 (20 viðureignir) sem lýkur þá um kl 15:00 og mótslok 15:30. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9-9:30 hjá U13 og U15 og kl. 11-11:30 hjá U18 og U21. Miðað við að allir skráðir keppendur mæti þá verður keppni fyrir þá alla. Hér er keppendalistinn/úrslit
Muna blár og hvítur búningur er í góðu lagi eða bara hvítur en EKKI bara blár búningur
Komust í aðra umferð á Prag Open
Það voru 299 keppendur frá 41 þjóð sem tóku þátt í Prag Open 2018 nú um helgina og voru keppendur frá Íslandi fimm en þeir Logi Haraldsson -81 kg flokki og Þormóður Jónsson +100 kg flokki komust báðir í aðra umferð en aðrir unnu ekki viðureign. Logi Haraldsson átti fyrstu glímuna í dag og sigraði Salvatore D Arco frá Ítalíu með vel útfærðu bragði í gólfglímunni en Logi var undir og lítill tími til stefnu en Ítalinn hafði skorað wazaari. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af viðureigninni plataði Logi Ítalann sem hélt sig vera í öruggri stöðu í gólfglímunni en Logi snéri honum á bakið og komst í fastatak þegar um ein sekúnda var eftir og hélt honum þar föstum. Þarna sást það enn og aftur að glíman er ekki búin fyrr en bjallan glymur og allt getur gerst fram að því. Í annari glímu mætti hann Pólverjanum Damian Szwarnowiecki sem var efstur á heimslistanum í 81 kg flokknum í dag. Logi barðist vel og var ekkert síðri aðilinn framan af en hann gleymdi sér eitt augnablik og Pólverjinn náði góðu taki á Loga komst í gott bragð (Sumi gaeshi) og sigraði örugglega á ippon og Logi þar með fallin úr keppni. Þormóður Jónsson sigraði örugglega Artyom Bagdasarov frá UZB á Ippon með Uchimata sukashi. Hann mæti síðan Frakkanum Messie Katanga, brons verðlaunahafa frá HM juniora 2015. Messie sem er mikið þyngri en Þormóður náði að stýra glímunni svo Þormóður komst aldrei inn í hana og tapaði hann á þremur shido og féll þar með úr keppni eins og Logi. Árni Lund (-81 kg) sem er yngstur okkar keppenda og með minnstu keppnisreynsluna stóð sig mjög vel þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Christ Gengoul frá Frakklandi en það var eftir fullan glímutíma. Hann var síst lakari aðilinn og honum var ekkert ógnað af Frakkanum. Árni sótti stíft en í einni sókninni náði Christ mótbragði og skoraði wazaari og það skor réði úrslitum. Egill Blöndal glímdi líka mjög vel en var full fljótfær og seildist of langt í handtökunum sem Almas Kkrashev (KAZ) nýtti sér eldsnöggt og skoraði ippon með Sasae Tsuri Komi Ashi. Breki Bernharðsson sem einnig keppti í -81 kg flokknum eins og Logi og Árni átti ekki góðan dag en hann tapaði fyrir Oleksandr Koshliak (UKR) sem komst í þriðju umferð. Þrátt fyrir að komast ekki lengra en í fyrstu og aðra umferð þá var þetta góður skóli fyrir þá og hluti af undirbúningi fyrir komandi mót eins og NM og EM. Á morgun fara þeir svo í OTC æfingabúðirnar í Nymburk og verða þar fram eftir vikunni þar sem þeir munu æfa með flest öllum þátttakendunum frá mótinu um helgina. Hér eru úrslin.
Hugo með silfur og kominn í 1. deild
Hugo og liðið hans SO GIVORS urðu í öðru sæti í dag í 2. deild i sveitakeppni klúbba (Championnat De France Par Equipes De Clubs 2eme Division) sem haldið var í Institut Du Judo í París. Það voru fjörtíu lið sem kepptu og var fyrst keppt með riðla fyrirkomulagi og þrjú lið í riðli og 28 lið komust áfram sem síðan kepptu með útsláttar fyrirkomulagi. Í riðlinum varð SO Givers í fyrsta sæti eftir sigur á Montpellier Judo Olympic og JC Coulommier. Í útslættinum unnu þeir næstu fjögur lið og töpuðu að lokum í úrslitum gegn Judo 83 Toulon. Silfurverðlaun í dag þýðir að þeir eru komnir í 1. deild og í hóp bestu liða Frakklands. Til hamingju Hugo og SO Givers.
Hugo keppir um helgina
Vinur okkar og þjálfari Hugo Lorain keppir um helgina í París í sveitakeppni með liði sínu á CHAMPIONNAT DE FRANCE SENIORS PAR ÉQUIPES DE CLUB 2D. Ef ég hef skilið hann rétt þá er þetta keppni um það að reyna að komast með liðið í fyrstu deild. Keppt verður bæði á morgun laugardag og sunnudaginn 4. mars og hefst keppnin kl. 8 að Íslenskum tíma. Því miður veit ég ekki hvort hann keppir báða dagana né klukkan hvað en mun setja það hér inn um leið og ég fæ fekari upplýsingar. Hér er hægt að horfa á mótið i beinni útsendingu. Áfram Hugo.
Keppa á Prag Open 2018
Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfarai fór með sex keppendur til Tékklands en þeir munu keppa á Prag Open 2018 næsta sunnudag en mótið hefst á morgun í léttari flokkum. Þátttakendur eru frá Íslandi eru þeir Árni Lund, Breki Bernharðsson og Logi Haraldsson sem allir keppa í -81 kg flokki, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura í -90 kg og Þormóður Jónsson í +100 kg. Að loknu móti fara þeir í OTC æfingabúðirnar í Nymburk en þar verða samankomnir flestir bestu judomenn heims. Hér er keppendalistinn og drátturinn og hér má fylgjast með mótinu í beinni útsendingu og hefst það kl. 9 að Íslenskum tíma báða dagana.
Úrslit Góumóts JR
Góumótið sem halda átti fyrir viku en var frestað vegna veðurs var haldið í dag. Yfir fjörtíu keppendur voru upphaflega skráðir til keppni en breytt dagsetning hefur eflaust haft eitthvað með það að gera að ekki skiluðu sér allir í dag en keppendur voru þrjátíu og komu frá eftirfarandi judoklúbbum, Grindavík, ÍR, JR, Selfossi og Þrótti. Góumótið er keppni yngstu iðkendanna (8-10 ára) og þar eru allir sigurvegarar og fá gullverðlaun fyrir þátttökuna. Börnunum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er og keppa stúlkur og drengir saman í flokkum. Mótið í dag var frábær skemmtun og börnin sýndu oft á tíðum ótrúlega flott judo miðað við unga aldur. Það má ljóst vera að mikil gróska er hjá öllum klúbbum landsins í yngstu aldursflokkunum eins og sjá mátti á Góumótinu í dag og afmælismóti JSÍ í gær en tæplega hundrað og fimmtíu keppendur voru skráðir til leiks frá níu klúbbum á þessi mót. Hér eru úrslitin frá Góumótinu og nokkrar myndir.
Úrslit Afmælismóts JSÍ í yngri aldursflokkum
Afmælismót Judosambands Íslands í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 var haldið um helgina í JR. Við vorum með með 10 keppendur og gekk okkar mönnum bara nokkuð vel en við unnum fimm gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun. Hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu.
Dagskrá Afmælismóts yngri og Góumótið
Þar sem metþátttaka (100 keppendur) er í Afmælismóti JSÍ (U13/U15/U18/U21) sem haldið verður laugardaginn 17. feb. og ekki hægt að færa mótið í annað húsnæði verður það haldið í JR eins og áætlað var. Mótið hefst kl. 10 og lýkur um kl 16:00 en ekki um kl. 14 eins og reiknað var með.
Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9-9:30 hjá U13 og U15 og kl. 11-11:30 hjá U18 og U21.
Keppni U13 og U15 (62 viðureignir) hefst kl. 10 og lýkur um kl 12 og þá hefst keppni U18 (46 viðureignir) sem lýkur um kl. 14 og þá tekur við U21 (28 viðureignir) sem lýkur þá um kl 15:30 og mótslok um kl. 16:00.
Þar sem fyrirsjánlegt er að Afmælismótinu ljúki ekki fyrr en um kl 16:00 er ekki forsvaranlegt að halda Góu mótið (40 keppendur + aðstandendur) í framhaldi af því ef tímasetningar færu úr skorðum.
Góumótið (8-10 ára) verður því haldið daginn eftir þ.e. sunnudaginn 18 febrúar hjá JR og eru tímasetningar eins og áður. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9-9:30 og mótið hefst svo kl.10 en mótslok verða fyrr en áætlað var eða um kl. 12:00.
Silfur og brons á Danish Open 2018
Danish Open 2018 var haldið í Vejle í Danmörku dagana 10 – 13 febrúar 2018. Keppendur frá Íslandi voru þeir, Hrafn Arnarson, U18 og U21 -81kg, Alexander Heiðarsson, U21 og senioraflokki -60kg, Úlfur Böðvarsson, U21 og senioraflokki -90kg, Grímur Ívarsson, U21 og senioraflokki -100kg, Breki Bernharðsson -81kg, Egill Blöndal -90kg og Sveinbjörn Iura -90kg. Ásamt þeim fóru landsliðsþjálfararnir Jón Þór Þórarinsson og Hermann Unnarsson og einnig var með í för Heiðar Jónsson formaður KA. Egill Blöndal komst lengst allra en hann keppti um gullverðlaunin gegn Oliver Nelmark frá Danmörku og var sú viðureign gríðalega jöfn og spennandi. Eftir venjulegan glímutíma (4 mín) fór hún í gullskor og var það ekki fyrr en á 5 mínútu gullskorsins að Oliver náði að skora wazaari á Agli og tók þar með gullverðlaunin en fram að því mátti varla á milli sjá hvor myndi hafa betur. Það hafði ekki gengið vel hjá Breka í 81 kg flokknum og ákvað hann að skella sér í opna flokkinn og sá ekki eftir því en þar byrjaði hann á því að vinna sinn riðil örugglega og var kominn í undaúrslit þegar hann tapaði gegn sterkum Dana sem keppir í -100 kg flokki og sem vann síðar opnaflokkinn en Breki tók bronsverðlaunin. Það voru fleiri með bronsverðlaun en þeir félagar Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson sem búa í Danmörku eins og er fengu brons í U21 árs aldursflokkum, Úlfur í -90 kg og Grímur í -100kg. Aðrir unnu færri viðureignir og komust ekki á verðlaunapall. Hér eru úrslitin og hér er hægt að skoða upptökur frá mótinu.