Frá Haustmótinu 2017, nær er Gunnar Jóhannesson og fjær Jón Hlíðar Guðjónsson
Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í íþróttahúsinu Röstinni í Grindavík laugardaginn 6. okt. næstkomandi. Vegna mikillar þátttöku verðum við að byrja örlítið fyrr en við ætluðum en sextíu og fimm keppendur eru skráðir til leiks og hefst mótið kl. 10:30 í aldursflokkum U13 og U15 og lýkur þeim flokkum um kl. 11:30. Þá hefst keppni í aldursflokkum U18 og U21 árs og ætti henni að ljúka um kl. 15:00. Vigtun fyrir U13 og U15 er frá 9:30-10:00 og geta U18 og U21 líka vigtað sig þá en annars er þeirra vigtun frá 10:30-11:00. Hér er keppendalistinn.
Ægir Valsson gerði sér lítið fyrir og tók gullið á Dublin Open í dag. Ægir sem ætlaði sér að keppa í -90 kg flokki þurfti að keppa við sér þyngri menn þar sem -90 og +90 kg flokkarnir voru sameinaðir. Í flokknum voru sex keppendur og sigraði Ægir þá alla örugglega en úrslitaviðureignin var strembin en þar keppti hann gegn Írskum þungavigtara sem Ægir sigraði að lokum og gullið var hans. Til hamingju Ægir.
Gullverðlaunahafar JR á Haustmóti JSÍ yngri flokka 2017
Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í Grindavík laugardaginn 6. okt. næstkomandi, sjá nánar hér. Skráningarfrestur til miðnættis þriðjudagsins 2. okt. Myndin er af Hákoni Garðarssyni, Kjartani Hreiðarssyni og Skarphéðni Hjaltsyni en þeir unnu allir gullverðlaun á Haustmótinu 2017.
Ægir Valsson heldur af stað í fyrramálið til Írlands og mun keppa í Dublin laugardaginn 29. september, á DUBLIN OPEN. Hægt verður að fylgjast með mótinu hér.
Sigurður H. Jóhannsson fyrrum formaður Judofélags Reykjavíkur lést Laugardaginn 15. september síðastliðinn 88 ára að aldri. Siguður var upphafsmaður og brautryðjandi að judo íþróttinni á Íslandi en það var hann sem kom með hugmyndina að byrja að æfa judo þegar hnefaleikar voru bannaðir á Íslandi árið 1956. Ásamt fyrrum hnefaleikamönnum Glímufélagsins Ármanns stofnaði Sigurður Judodeild Ármanns árið 1957 og var þjálfari deildarinnar en 1965 gékk hann úr Ármanni og stofnaði Judofélag Reykjavíkur ásamt nokkrum fyrrum Ármenningum. Sigurður fór bæði til Danmerkur og Englands til að nema judo og æfði meðal annars í elsta og þekkasta judoklúbbi Evrópu, Budokwai í London. Þar kynntist hann mörgum af bestu judomönnum heims á þeim tíma sem að margir hverjir fyrir tilstuðlan hans heimsóttu Ísland og leiðbeindu og aðstoðuðu við uppbyggingu íþróttarinnar á Íslandi. Sigurður var ekki bara þjálfari hjá JR hann var einnig formaður félagsins fyrstu árin og kom því einnig mikið að félagsmálum.
Sigurður sem var 4. dan var sæmdur gullmerki Judosambands Íslands árið 2003 og gerður að heiðursformanni JSÍ 2015.
Judomenn þakka Sigurði H. Jóhannssyni að leiðarlokum hans ómetanlega starf og áralanga samveru og kveðja vin og félaga með söknuði og virðingu og senda ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.
Útför Sigurðar fer fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 5. október kl. 15.
Egill Blöndal keppti í 90 kg flokknum í morgun á heimsmeistaramótinu í Baku og mætti þar Qaisar Khan (PAK). Egill var vel stemmdur og stjórnaði þeirri viðureign frá upphafi og eftir umþað bil eina og hálfa mínútu var hann búinn að sigra Qaisar en hann sótti inn í bragð sem misheppnaðist og lentu þeir í gólfglímu sem að Egill vann vel úr og komst í fastatak sem að Quaisar náði að losa sig úr á síðustu stundu en Egill var ekki búinn því hann sleppti ekki takinu á andstæðingi sínum og hélt áfram að vinna í gólfinu og náði armlás á Qaisar sem að gafst þá upp. Næsti andstæðingur Egils var Nikoloz Sherazadishvili (ESP) sem er í þriðja sæti heimslistans. Þar mætti Egill ofjarli sínum líkt og Sveinbjörn í gær og tapaði hann þeirri viðureign eftir tæpar tvær mínútur og er fallin úr keppni en Nikoloz varð heimsmeistari síðar um daginn eins og annar andstæðingur Sveinbjörns í -81 kg flokknum. Keppni Íslendinga á HM er lokið að þessu sinni.
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.