Í gær laugardaginn 13. nóvember tóku nokkur börn í æfingahópnum 4-6 ára beltapróf og voru sum þeirra að fara í sitt fyrsta beltapróf en önnur í sitt annað eða þriðja. Öll stóðu þau sig með sóma og fengu þau strípu (fjólubláa) í beltið sitt. Litirnir á strípunum segja til um aldur barns og fjöldi strípa segja til um hve lengi hefur verið æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári. Börnin þurftu að sýna nokkur atriði eins og hvernig á að detta, bæði á magann og á bakið og muna að passa höfuðið og hvernig á að hneigja svo eitthvað sé nefnt. Því miður voru ekki öll börnin mætt á laugardaginn og verður því annað beltapróf fyrir þau sem ekki komust næst þegar þau mæta. Það missir engin af því. Hér neðar er mynd af þeim sem tóku beltaprófið á laugardaginn.
Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti. Hér má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri.