JR mun hefja æfingar fyrir börn á aldrinum 5-6 ára á næstunni. Æft verður einu sinni í viku á laugardögum frá kl. 10-11. Æfingarnar eru ekki hefðbundið judo þar sem iðkendur takast á það kemur síðar. Æfingarnar eru fyrst og fremst í formi ýmiskonar leikja, jafnvægisæfingar og samhæfing handa og fóta og börnin læra að detta án þess að meiða sig svo eitthvað sé nefnt og þannig er lagður grunnur að framhaldsæfingum í judo. Þjálfarar eru Ingunn Rut Sigurðardóttir, Guðmundur B. Jónasson og Bjarni Á. Friðriksson. Allir 5-6 ára byrjendur fá júdobúning frá JR. Nánari upplýsingar og skráning.





